Þriðjudagur, 3. júní 2008
Línuskautaskólinn fer að byrja
Á Mánudaginn 9 júní hefst línuskautaskóli á vegum Skautafélag Bjarnarins. Námskeiðin eru fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára.
Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags kl: 8:30 -16:00.
Kennd er grunnskautun á línuskautum og spilað línuskautahokkí.
Aðrar íþróttir s.s. körfubolti, bandy, fótbolti og fimleikar eru einnig hluti námskeiðsins.
Þá verða nokkrir tímar í jóga.
Lögð er áhersla á að efla vináttu og samskiptahæfni krakkanna. Þátttakendur verða að koma með eigin línuskauta. Á hverju námskeiði er farið tvisvar í sund. Heit máltíð í hádegi er innifalin í námskeiðsgjaldi. Upplýsingar um skautaskólan er hægt að fá á bjorninn.com eða Sergei Zak, gsm 847 5366, netfang: sergei@bjorninn.com
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Eric Clapton
Óhætt er að segja að íslendingar hafi tekið vel við sér í gær þriðjudag þá höfðu 9.500 manns tryggt sér miða á tónleikana hjá Eric Clapton í forsölu.
Í fyrsta skipti í langan tíma mynduðust raðir fyrir utan afgreiðslustaði mida.is fyrir kl. 10:00 í gær morgun.
Egilshöllinni verður skipt upp í tvö standandi svæði á tónleikunum fremra og aftari svæði ásamt veitingasvæði fremst í salnum.
Aðgöngumiðar í fremra svæðið eru búnir og verulega er farið að ganga á aðgöngumiða í aftara svæðið.
Núna er um að gera að tryggja sér miða á Eric Clapton
Bloggar | Breytt 18.5.2008 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. mars 2008
U 18 ára landsliðið á leið til Tyrklands
U18 ára landslið Íslands í íshokkí var á æfingu hjá mér í kvöld í Egilshöll. Liðið er að fara á Heimsmeistararmótið í 3. deild sem fram fer í Izmit í Tyrklandi. Strákarnir leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Þjálfarar liðsins þeir Sergei Zak og Jón Gíslason hafa undirbúið liðið nokkuð vel fyrir þessa keppni. Keppnin fer fram dagana 3. - 9. mars og að þessu sinni mun liðið etja kappi við fjórar þjóðir, en þær eru Serbía, Armenía, Tyrkland og Búlgaría. Vegna fjölgunar hokkíþjóða í heiminum eru nú tveir riðlar í 3. deild og það gerir það að verkum að aðeins 1. sæti hleypir okkur upp úr deildinni og því er að duga eða drepast.
Bloggar | Breytt 18.5.2008 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Bandið hans Bjössa
Ég horfði á Bandið hans Bubba í kvöld og maður verður að viðurkenna það að þetta er hræðilega lélegur þáttur ég er ekki hissa á því að Bubbi hafi sent bæði Hönnu og Sigga Lauf úr keppni í kvöld.
Hann hefði átt að senda allt liðið heim láta Eyþór hreppa hnossið og stöð 2 hefði sparað fullt af pening fyrir vikið og Bubbi gæti farið að gera það sem hann er bestur í það er að semja tónlist.
Ég held að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram að Bubbi yrði að senda tvo keppendur heim til að spara einn þátt vegna lélegra dóma á þessum þætti. Mér finnst þetta vera léleg eftirlíking á Rockstar Supernova, þættinum sem Magni, í Á Móti sól tók þátt í. Það er reyndar eitt gott við þennan þátt hjá honum Bubba það er þatttaka Björns Jörundar sem er einn af gesta dómurunum í þættinum, hann er frábær hann kemur með skemmtileg innlegg og er bara skemmtilegur karakter, hefði viljað sjá meira af honum í sjónvarpi. Ég mæli með Bandinu hans Bjössa.
Bloggar | Breytt 18.5.2008 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)