Bandið hans Bjössa

Ég horfði á Bandið hans Bubba í kvöld og maður verður að viðurkenna það að þetta er hræðilega lélegur þáttur ég er ekki hissa á því að Bubbi hafi sent bæði Hönnu og Sigga Lauf  úr keppni í kvöld.

Hann hefði átt að senda allt liðið heim láta Eyþór hreppa hnossið og stöð 2 hefði sparað fullt af pening fyrir vikið og Bubbi gæti farið að gera það sem hann er bestur í það er að semja tónlist.  

Ég held að þetta hafi verið ákveðið fyrirfram að Bubbi yrði að senda tvo keppendur heim til að spara einn þátt vegna lélegra dóma á þessum þætti. Mér finnst þetta vera léleg eftirlíking á Rockstar Supernova, þættinum sem Magni, í Á Móti sól tók þátt í. Það er reyndar eitt gott við þennan þátt hjá honum Bubba það er þatttaka Björns Jörundar sem er einn af gesta dómurunum í þættinum, hann er frábær hann kemur með skemmtileg innlegg og er bara skemmtilegur karakter, hefði viljað sjá meira af honum í sjónvarpi. Ég mæli með Bandinu hans Bjössa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ákveðið á mínu heimili að taka aftur stöð tvö,þá sérstaklega vegna þessarar þáttar hjá Bubba,tónlist er í miklu uppáhaldi á mínu heimili,en já en þvílík mistök sem það voru,þessi þáttur er bara hörmung,Þessi Villi Naglbýtur er varla talandi á Íslenska tungu hvað þá Bubbi sjálfur,hann er símalandi einsog kjáni og þá er honum tamt orðið,,ógeðslega,,.Þvílíkur kjáni sem hann er. Ætlar hann að láta taka sig alvarlega?Það er ekki hægt,í tilviki Bubba   peningarnir tala hjá honum.Þáttaka Björns Jörundar finnst mér einnig vera misheppnuð,Bubbi ætti að skoða þessa illa talandi dómnefnd,hún eyðileggur uppbyggingu þáttarins,Bubbi ætti að byrja á sjálfum sér.En sjálfumgleði eða ofdýrkun á sjálfum sér gæti verið að rugla hann,og  peningarnir tala  .Ég tek ofan fyrir þáttekendum í þættinum.

Númi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband