Eitraði fyrir eiginmanni sínum

Ég var að lesa fréttir á mbl.is og sá þessa frétt sem mér fannst mjög áhugaverð.
Bresk kona, Kate Knight, hefur verið fundin sek um morðtilraun, og dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að eitra fyrir manni sínum með frostlegi.  Eiginmaður hennar, Lee, varð blindur, heyrnarlaus, og fékk heilaskaða vegna eitrunarinnar.  

Fram kemur á fréttavef SkyNews  að dómari í málinu sagði glæp Knight sýna að hún væri sérstaklega harðsvíruð og sagði að hún þurfi að sitja í fangelsi að minnsta kosti 15 ár áður en hún gæti sótt um reynslulausn.  Klappað var í dómsal þegar dómurinn var lesinn upp.

Fyrir rétti sagði Knight  aðdraganda eitrunarinnar hafa verið hugarburð aðgerðalausrar og einmana húsmóður sem svo varð að veruleika.  Kate setti frostlög í karrírétt sem Lee borðaði á sjö ára brúðkaupsafmæli þeirra, og notaði hún m.a Google leitarsíðuna til þess að afla sér upplýsinga um drápsleiðir. Hún íhugaði einnig að leigja morðingja. 

Knight  hafði áform um að nýta líftryggingu mannsins síns til þess að borga skuldir. 


Hvað er hægt að segja um ÍNN

Ég hef verið að fylgjast með nýju sjónvarpsstöðinni ÍNN undanfarið og ég veit ekki allveg hvað hægt er að segja um þessa stöð.
Það er nokkrir þættir sem ég hef verið að fylgjast með en þeir eru.


Mín mál . Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður er umsjónarmaður þáttarins þar sem hann kryfur þau málefni stjórnmálanna sem eru efst á baugi.
Þessi þáttur er LA LA

Hvað ertu að hugsa? Guðjón Bergmann er umsjónarmaður þáttarins, hann fær til sín gesti, sem náð hafa árangri í lífinu. Í félagsskap Guðjóns opna þeir hugmyndaheim sinn og miðla af skoðun og reynslu. Þetta er ekki góður þáttur

Það eru 2 þættir sem ég mæli með að fólk sjái á ÍNN.

Mér finnst... Spjallþáttur í umsjón Kolfinnu Baldvinsdóttur og Ásdísar Olsen.
Þessi þáttur er mög sérstakur.

Hrafnaþing. Er í umsjón Ingva Hrafns Jónssonar. Ingvi Hrafn tjáir sig um viðhorf sín til stjórmála líðandi stundar. Ingvi segir það sem honum finnst og lætur allt flakka í þessum þætti.
Frábær sjónvarpsmaður þar á ferð.

ÍNN er ekki góð sjónvarpsstöð fólkið sem er með þessa þætti er ekki spennandi.


Gummi kominn aftur

Mér finnst HSÍ hafa verið nokkuð góðir að hafa náð aftur í Guðmund Guðmundsson eftir það sem gekk á þegar hann hætti seinast. Eins og flestir áhugamenn um Handbolta vita gerði Guðmundur frábæra hluti með Íslenska karlalandsliðið þegar hann var með það og afhverju hætti hann með liðið á sínum tíma var það ekki bara útaf launamálum.
Ég held að þeir geti ekki fengið betri þjálfara en Guðmund, og þá sérstaklega fyrir þann pening sem þeir hafa verið að bjóða. Ekki hafa þessir þjálfarar verið á góðum launum hingað til. Guðmundur samdi við HSÍ fram yfir Ólympíuleika og stýrir liðinu í undankeppni Ólympíuleikanna í maí og svo verða leikir við Makedóna í sumar í forkeppni HM.

Áfram Ísland


Íslensku keppendurnir stóðu sig vel

Skautafélagið Björninn og Skautafélag Reykjavíkur eru með stóran hóp keppenda í Svíþjóð, núna um helgina 21-24 febrúar 2008  á Stockholm Trophy. Íslensku keppendurnir eru á aldrinum: 8 - 19 ára. Dana Rut sem keppti í flokki Novice B, þar sem keppt er aðeins með frjálst prógram lenti í 3. sæti og er það frábær árangur hjá henni.

Allir íslensku keppendurnir sem lokið hafa keppni stóðu sig með prýði.

Tveir íslenskir keppendur, Íris Lóa Eskin og Ásdís Sigurbergsdóttir sem keppa í Novice A ljúka keppni í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband