Gummi kominn aftur

Mér finnst HSÍ hafa verið nokkuð góðir að hafa náð aftur í Guðmund Guðmundsson eftir það sem gekk á þegar hann hætti seinast. Eins og flestir áhugamenn um Handbolta vita gerði Guðmundur frábæra hluti með Íslenska karlalandsliðið þegar hann var með það og afhverju hætti hann með liðið á sínum tíma var það ekki bara útaf launamálum.
Ég held að þeir geti ekki fengið betri þjálfara en Guðmund, og þá sérstaklega fyrir þann pening sem þeir hafa verið að bjóða. Ekki hafa þessir þjálfarar verið á góðum launum hingað til. Guðmundur samdi við HSÍ fram yfir Ólympíuleika og stýrir liðinu í undankeppni Ólympíuleikanna í maí og svo verða leikir við Makedóna í sumar í forkeppni HM.

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband