Mánudagur, 9. júní 2008
Lan mótið gekk rosalega vel
Um þrjú hundruð manns tóku þátt í gríðarstóru lanmóti sem haldið var í Egilshöll um helgina. Það voru töluvert fleiri en í fyrra, Þeir sem stóðu að þessu móti er tölvuverslunin Kísildalur ég verð að segja það að öll umgjörð og skipulagning var til fyrirmyndar og aðstandendur að þessu móti eiga sko stórt hrós skilið frá okkur starfsmönnum í Egilshöll allt sem var lagt upp með stóðst.
Lan mótið Kísildalur Open er þannig mót að keppt er í tölvuleikjunum Counter Strike og Call Of Duty. Það voru tíu lið skráð í Call of Duty, og fjörutíu í Counter Strike, sem er einna vinsælasti leikurinn í dag. Það eru riðlar, milliriðlar og útsláttarkeppni. Sömuleiðis er best of the worst"-keppni. Þau lið sem ekki komust upp úr riðlunum keppa sín á milli .
Sú ímynd vill oft loða við svona tölvuleikjamót af þessum toga að þar séu aðallega á ferðinni unglingsstrákar sem eru sjúkir í tölvuleiki ég veit auðvitað ekkert um það en eitt veit ég að þetta eru sóma piltar og þeir eru alltaf velkomnir til mín í höllina með Lanmót.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.