Færsluflokkur: Tónlist

Stutt í tónleika með Whitesnake

Það er örugglega flottir tónleikar framundan því Þann 10 júní 2008 mun hin goðsagnakennda og stórkostlega rokksveit Whitesnake trylla landan á tónleikum í Laugardalshöll.

Whitesnake kom síðast til landsins 1990 og hélt tvenna tónleika í Reiðhöllinni og komust færri að en vildu ég sá sveitina á seinni tónleikunum og ég hef aldrei upplifað annað eins svo mikill var krafturinn í bandinu þá. Frægt er orðið að söngvari sveitarinnar David Coverdale var veikur seinna kvöldið og tók Pétur Kristjánsson heitin þá við kyndlinum og gerði það óaðfinnanlega. Pétur var frábær enda meiriháttar söngvari þar á ferð. Blessuð sé minning hans.

Whitesnake hefur verið á ferðinni síðan 2002 og hafa tónleikar sveitarinnar allstaðar selst upp á mettíma þar sem sveitin hefur komið fram. Það verður örugglega gaman að rifja upp gömlu lögin því Whitesnake menn hafa samið frábær lög


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband