Færsluflokkur: Bloggar

Gauti heiðraður af ÍHÍ

Nú á dögunum var Gauti Arnþórsson læknir heiðraður af Íshokkísambandinu með heiðursfélaga nafnbót. Vil ég óska Gauta til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu

 

 


Eric Clapton í Egilshöll þann 8 ágúst

Eric Clapton ásamt hljómsveit mun koma fram á tónleikum í Egilshöll í sumar Tónleikarnir á Íslandi eru liður í Evróputónleikaferð Claptons í  kjölfar útgáfu tvöföldu safnskífunnar Complete Clapton. 
Eric Clapton er án efa eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarheiminum. 
Clapton hefur einn manna verið vígður þrisvar sinnum inn í Rock and Roll Hall of Fame fyrir sólóferil sinn og þátttöku sína í hljómsveitunum Cream og The Yardbirds. Clapton er 18 faldur Grammy verðlaunahafi og hefur verið aðlaður af bresku drottningunni fyrir frammúrskarandi störf á tónlistarsviðinu.

Gælunafn Claptons er “Slowhand” og er hann jafnan álitinn af aðdáendum og gangrýnendum einn af bestu gítarleikurum allra tíma.
Rolling Stone tímaritið setti Clapton í fjórða sætið yfir bestu gítarleikara allra tíma og einnig á lista yfir áhrifamestu tónlistarmenn allra tíma.

Nýlega kom út tvöfaldi safndiskurinn Complete Clapton. Diskarnir innihalda 36 lög frá rúmlega 40 ára ferli Claptons sem sólólistamanns og með hljómsveitum eins og: Cream, Blind Faith og Derek and the Dominos.


Egilshöll stækkar

movie-theaterfullÍ júní verður hafið að byggja viðamikla byggingu við Egilshöll. Skrifað var undir samning við Sam-Bíóin um að Nýsir hf, eigandi Egilshallar, byggi 4 sala glæsilegt kvikmyndahús fyrir kvikmyndahúskeðjuna sem staðsett verður sunnan og suðvestan við núverandi viðbyggingu.  Í sömu byggingu verður einnig 32 brauta keilusalur og koma þessar breytingar til með að stór auka gestakomur í Egilshöllina sem þó eru miklar fyrir. Einnig verða gerðar breytingar á aðkomu bifreiða að höllinni í tengslum við þessar breytingar.  Einnig er verið að klára gervigrasvöll við Egilshöllina.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband